Viðskipti með hlutabréf Alvotech á NASDAQ markaðnum í Bandaríkjunum hófst þann 16. júní 2022 undir auðkenninu ALVO. Með skráningunni gefst fjárfestum kostur á beinni fjárfestingu í fyrirtækinu en Alvotech sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja. Alvotech er eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað en fyrirtækið var skráð á Nasdaq First North Growth á Íslandi þann 23. júní 2022.
Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech, hringdi bjöllunni við opnun viðskipta á Nasdaq í New York. Hann segist hafa stefnt að þessu í tíu ár og það sé ólýsandi tilfinning að nú sé stóra stundin runnin upp: „Við höfum unnið að þessu í tíu ár og uppbyggingin hefur kostað um einn milljarð bandaríkjadala. Þetta er því stór stund fyrir allt teymið. Ég held ég tali fyrir munn okkar allra að þetta er dagur sem mun líklega aldrei gleymast.“