Alvotech stefnir á að binda enda á óréttmæta einokun AbbVie á gigtarlyfinu Humira og bjóða upp á ódýrari gigtarmeðhöndlun í Bandaríkjunum.
Skjöl sem lögð voru fram í málshöfðun fyrir alríkisdómstóli sýna fram á endurteknar tilraunir AbbVie til að stöðva samkeppni á söluhæsta lyfseðilsskylda lyfi Bandaríkjanna.
Nýtt líftæknihliðstæðulyf Alvotech myndi samstundis spara sjúklingum háar upphæðir.
Lyfjafyrirtækið AbbVie, sem árlega veltir rúmlega 200 milljörðum dala, er bæði undir smásjá Bandaríkjaþings og sætir málshöfðun tengri kjarnastarfsemi fyrirtækissins. Eftirlitsnefnd þingsins (The House Committee on Oversight and Reform) hefur kallað forstjóra AbbVie, Richard Gonzalez, til vitnaleiðslu 18. maí. Formaður nefndarinnar, þingkonan Carolyn Maloney hefur sagt að þingnefndin „hafi í höndum innri gögn sem lýsi aðferðum AbbVie við að hindra samkeppni við Humira og önnur lyf og þannig viðhalda verðeinokun í Bandaríkjunum.“
Í þessari viku höfðaði Alvotech mál fyrir bandarískum alríkisdómstóli til að reyna að stöðva langvarandi einokun lyfjarisans AbbVie á lyfinu adalimumab sem markaðssett er undir nafninu Humira. Humira er söluhæsta lyfseðilsskylda lyf Bandaríkjanna en það seldist fyrir um 16 milljarða dala árið 2020 og fyrir nærri 20 milljarða dala á heimsvísu.
Í stað þess að semja við AbbVie um endursöluleyfi er Alvotech eina fyrirtækið sem véfengir einkaleyfi AbbVie á Humira. Alvotech hefur þróað líftæknihliðstæðulyf (sambærilegt hugtakinu samheitalyf) við Humira sem kallað er AVT02. Það er fyrsta skráða hliðstæðulyfið sem er í sama styrkleika og nýjasta útfærsla Humira. Fyrirtækið þróar einnig AVT02 með það í huga að það sé jafngild vara og Humira sem þýðir að hægt verður að bjóða neytendum það í stað frumlyfsins á staðnum í stað þess að til þess þurfi sérstakt leyfi. Von er á niðurstöðum úr rannsóknum þar að lútandi á öðrum ársfjórðungi þessa árs. AVT02 gæti sparað bandarískum skattgreiðendum og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna um 8-10 milljarða dollara árlega.