Lotus Parmaceutical Co. og DKSH Business Unit Healthcare tilkynntu í dag áform um að útvíkka samstarf sitt yfir á Filippseyjar.
Þetta samstarf mun veita DKSH sérleyfi til markaðssetningar á Stalevo frá Lotus, lyfjameðferð við Parkinsonsveiki, á Filippseyjum. Petar Vazharov, forstjóri Lotus, sagði af þessu tilefni: „Okkar markmið er að bæta líf sjúklinga okkar og við erum hæstánægð með hafa fengið DKSH sem samstarfsaðila til að tryggja að vörur okkar vegna Parkinsonsveiki verði aðgengilegar sjúklingum á öllu APAC svæðinu, þ.e. löndum Suður- og Suðaustur Asíu. Það að útvíkka markaðsstarfið til Filippseyja gagnast ekki einungis okkur og DKSH heldur einnig þeim sjúklingum sem þjást af stífleika í vöðvum, skjálfta og skertri hreyfigetu af völdum sjúkdómsins.“
Í framhaldi af árangursríku samstarfi DKSH og Lotus í Singapore á nýliðnum árum, undirstrikar þetta samkomulag um samstarf á Filippseyjum markaðslegan styrk DKSH og víðtækt þjónustustig með áherslu á meðhöndlun Parkinsonssjúkdómsins. DKSH býr yfir víðtæku tengslaneti sem saman stendur af sjúkrahúsum, læknastofum og lyfjaverslunum í heimshlutanum og samstarfið við Lotus fellur vel að áherslum DKSH um að styrkja þjónustu sína á Filippseyjum.
„Okkar sýn snýst um að auðga líf fólks. Við bjóðum bestu mögulegu útvistun fyrir okkar viðskiptavini þannig að þeir geti í staðinn einblínt á sína styrkleika þegar kemur að því að þróa afburðavörur til að bæta líf sjúklinga. Við erum sérlega ánægð með að geta stutt Lotus í að bæta Filippseyjum við sitt markaðssvæði. Gegnum tengslanet okkar sem saman stendur af sjúkrahúsum, læknastofum og lyfjaverslunum munum við auka sýnileika Lotus og vöruframboð þeirra mum hjálpa fjölmörgum Parkisonssjúklingum á Fillipseyjum,“ segir Bijay Singh, yfirmaður markaðsmála heilsugæslu hjá DKSH.