Nýlega spurði blaðamaður mig að því hverjar væru fyrirmyndir mínar, fólkið sem veitti mér innblástur og mótaði starf mitt. Þegar ég velti fyrir mér svarinu nefndi blaðamaðurinn nöfn á borð við Warren Buffet, Bill Gates og Elon Musk sem mögulega valkosti. Þótt þeir séu vissulega eftirtektarverðir og hafi afrekað margt finnst mér samt ekki eins og þeir hafi mikil áhrif á það sem ég geri.
Satt að segja hef ég aldrei velt því mikið fyrir mér hverjar fyrirmyndir mínar eða átrúnaðargoð eru. Kannski hefði ég gert það ef ég hefði varið meiri tíma í að lesa bækur um þekkta leiðtoga í viðskiptaheiminum en lesblinda mín hefur komið í veg fyrir það.
Það gæti líka skýrt hvers vegna ég laðast svo að fólki. Richard Branson, sem einnig glímir við lesblindu, lýsti því nýlega svona: „Ef þú glímir við námsörðugleika þá verður þú mjög góður í verkaskiptingu. Þú veist hvar veikleikar þínir og styrkleikar liggja og þú tryggir að þú finnir frábært fólk til að stíga inn og sinna þínum veikleikum.“
Svar mitt til blaðamannsins var að lokum augljóst: