Fyrirtækin

Róbert Wessman er þekktur fyrir skýra framtíðarsýn og hæfileikann til að sameina árangursríkan rekstur og hraðann vöxt fyrirtækja með markvissri stefnumótun. Sýn hans hefur verið skýr frá upphafi, að bæta líf fólks með auknu aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði um allan heim.

Aztiq

Aztiq, undir stjórn Róberts Wessmans, einblínir á fjárfestingar í lyfja- og heilsutengdum iðnaði. Aztiq byggir á þeim grunni að við öll eigum rétt á viðeigandi lyfjagjöf óháð efnahag. Aztiq einsetur sér að uppbyggingu vísindasamfélags sem hefur það að markmiði að bæta heilsu fólks um allan heim.

Alvogen

Róbert Wessman er forstjóri Alvogen en Alvogen er lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og líftæknilyfjum. Fyrirtækið er byggt á tryggum grunni og systurfélög Alvogen eiga sér langa og farsæla sögu.

https://www.alvogen.com

Róbert Wessman lyfjafyrirtæki

Alvotech

Róbert Wessman er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech sem er líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í líftæknilyfjahliðstæðum (biosimilars). Markmið fyrirtækisins er að auka aðgengi sjúklinga að hágæða líftæknilyfjum um allan heim, draga úr kostnaði þeirra og auka lífsgæði sjúklinga sem þjást af erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Höfuðstöðvar Alvotech eru í Vísndagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri en að auki er með Alvotech með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi vísindafólks og sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en meiri helmingur starfsfólks hefur lokið framhaldsnámi.

https://www.alvotech.com/

Almatica Pharma

Róbert Wessman er stofnandi og stjórnarformaður Almatica Pharma LLC sem er bandarískt lyfjafyrirtæki sem einbeitir sér að þróun, kaupum og markaðssetningu lyfja í Bandaríkjunum.

http://www.almatica.com/

Almaject

Róbert Wessman er stofnandi Almaject sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á stungulyfjum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er að fullu í eigu Alvogen.

https://www.almaject.com/

Adalvo

Stofnandi Adalvo er Róbert Wessman. Adalvo er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem hefur það yfirlýsta markmið að vera mikilvægt fyrir sjúklinga um allan heim. Fyrirtækið notar sérstakt viðskiptamódel og viðskiptasambönd til að ná þeim markmiðum sínum að dreifa hátæknilyfjum og þjónustu til allra samstarfsaðila.

https://www.adalvo.com/

Lotus

Róbert Wessman er stjórnarformaður Lotus sem sérhæfir sig í framleiðslu á krabbameinslyfjum til hagsbóta fyrir sjúklinga, starfsfólk og hluthafa. Höfuðstöðvar Lotus eru í Taiwan og félagið er skráð á hlutabréfamarkað þar í landi.

https://www.lotuspharm.com/company